3.10.2008 | 21:52
Bjart og dimmt
Snjórinn kom í gær um leið verður haustið bæði bjart og dimmt. Dulúðin dvelur í skuggum og litum vetrarins það verður svo margt svart og hvítt.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2008 | 10:20
Lægðir haustsins
feykja nú burt haustlitunum
berin hanga þó ótrúlega lengi
enda frostlaust enn.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2008 | 15:59
Gamlir ?
Gamlir menn eru mis gamlir ó háð aldri. Í gær hitti ég öldung á skemmtiferð mynni hans var tært og hugur. þegar ung kona kom og kyssti hann ljómaði hann eins og unglingur. Hann var á sinni heima slóð. þar kom annar örlítið yngri maður og mynntist öldungsins með frásögn ömmu og mömmu öldungsins. Þetta fannst mér merkilegt enda um 100 ár síðan. Sá yngri fór miklum og góðum orðum um öldunginn og hans fólks enda var hann sjálfur eins og unglingur með hatt að fræða um safnið sitt.
Myndin ber keim af þeim kumpánum annar stórvaxin en hinn frekar smár og knár
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2008 | 12:13
Listamenn
Fyrir stuttu rakst ég á þessa menn á götu í fyrstu hélt ég að þetta væru útigangsmenn allavega tveir þeirra. Sá gráskeggjaði sýndi jafnvægislistir og reykti. Sá í miðið var pakkaður í úlpu og seldi kristilegt blað sem fáir litu á. Þriðji maðurinn kom glaðhlakkalega að og var bara venjulegur.
Jafnvægislistamaðurinn virtist vera verst staddur en skyndilega dró hann upp seðlabúnt og keypti blaðið og ánægjan skein út úr öllum. Hann hélt síðar neðar í götuna hélt uppteknum hætti í list sinni kemur þar að sem verið er að selja ljósrit af fræknum lista mönnum og baráttuhetjum
Auðvita tók hann eftir æfingarnar aftur upp seðlabúnt og fjárfesti í sínum hetjum. Svo hvarf hann inn í mannhafið og hjólamenninguna
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2008 | 11:59
Reynir
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 13:38
Hlynur
Hlynur er fallegt og tignarlegt tré.
Skildu verktakarnir skilja það ?
Nú eru framkvæmdir nálægt þessum.
Ég set líka inn mynd af sama hlyn frá síðasta hausti
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 23:10
Skýin
Mér finnst skýin oft svo flott síðsumars. Íslenski himininn er svo tær. Það var rigning í Reykjavík í dag
Tók borgarstjórnin eftir því ?
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2008 | 14:48
Fyrir vikið þarf fólk að kveljast.
Ég hitti unga móður í gær
Hún sagði mér af baráttu hennar í vetur og sumar vegna veikinda fjölskyldunnar litlu.
Veikindin eru nær endalaus læknarnir, voru ráðþrota.
Fyrir slembilukku kemst hún af því að myglusveppur er í íbúðinni, búin að vera á fúkkalyfjum og allskyns sýklalyfjum í vetur og sumar, rándýrt dæmi.
Loks þegar læknarnir vita um ástæðu veikindanna fer fjölskyldunni að batna. Hún verður að flytja úr íbúðinni. Fjölskyldan er búin að fá hús og heilsu www.husogheilsa.is til að taka sýni og fá niðurstöður, myglusveppur það þýðir að sótthreinsa þarf húsið og húsgögn og alla hluti í íbúðinni og finna ástæðu sveppsins.
Litla fjölskyldan er í Félagsíbúðum, starfsfólkið þar tekur fyrirliggjandi rannsókn og niðurstöður ekki gildar. Þar á bæ verður Heilbrigðiseftirlitið að gera skýrslu, þeir mættu á staðinn en hafa litla sérþekkingu á svona aðstæðum og í þeirra niðurstöðum kemur fram að skipta þarf um lítinn bút af gólfdúknum. Þeir loka eyrunum fyrir sjúkrasögu síðastliðins árs og rannsóknum Hús og heilsu. Hér étur kerfið sjálft sig búið að gleyma til kvers það er og nennir ekki lengur. Heilbrigðiseftirlitið á að veita fyrirmynda þjónustu með velmenntuðu, reynsluríku, kraftmiklu, glaðlegu og jákvæðu fólki, fyrir okkur, það sama á við um Félagsbústaði.
Þetta er lítil saga um hvernig kerfi á ekki að vinna, það vantar þverfaglaga samvinnu og upplýsingar, lipurð og fyrirmynda þjónustu. Fyrir vikið þarf fólk að kveljast.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2008 | 15:17
Sjónvarp og ánægja
Gamall maður vinur minn lenti í því að sjónvarpið hans brann yfir í hitunum í gærmorgun.
Líklega bilaði sjónvarpið í jarðskjálftanum 29. maí en þá datt það í gólfið.
Sá gamli var óviss. Sjónvarpið hans var að vísu búið að vera skýjað í nokkur ár.
Í hitasvækjunni kappklæddir skruppum við í Árvirkjann og fengum úrvals þjónustu, Sá gamli ljómaði þegar hann sá skýra mynd á 32. tommu skjá og heyrði svo ljómandi vel. Hann hefur verið heyrnaskertur lengi. Þeir Árvirkjamenn skutluðu sjónvarpinu í okkar bæ settu það upp og stilltu án aukakostnaðar. Að vísu náðum við ekki skjánum og hinum fríu stöðvunum. það var verra vegna þess að vinur minn getur lítið orðið gert annað sér til ánægju en að horfa á sjónvarp. Samt urðum við ánægðir.
Hitt kemur með kaldavatninu
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2008 | 16:26
Ég fór með Palla á Sndhól
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
bali
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 121
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar