Heillandi himinn og haf

copy_of_img_5196.jpg

Heillandi himinn  og haf,  fljúgandi hrafnar. Bátar, bryggja, fjara, steinar og sjór

Þari og mismunandi ljós


Verur

copy_of_copy_of_img_5085_816489.jpg

Víða eru verur sem við tökum ekki eftir, þær eru samt alltaf við hvert fótmál eða innan sjónsviðs okkar. Verurnar eru velviljaðar við verðum að virða þær.

Sjáðu líttu þér nær.

 


Veður við Breiðafjörð

copy_of_img_4931.jpg Á dögunum dvaldi ég við Breiðafjörð. það skipti um veður eins og hendi væri veifað. Bálhvasst rok. sólskin og blíða sama dag og allt þar á milli. Sólin var sterk og skar í augun vindurinn og snjófjúkið barði andlit samt flugu fuglarnir fjölbreyttir eins og alltaf við Breiðafjörð.


Bær við Varmá

copy_of_img_4821.jpg

Þekkið þið þorpið í kraganum þar bý ég það eru að vísu vötn og vegir á milli þess staðar sem horft er frá en í þorpið má sjá ef þú vilt gá.


Hvernig er veðrið ?

copy_2_of_img_1171.jpg Veðrið ber oftast í tal milli manna, það er æði misjafnt hvernig fólk tjáir sig um það. Veðrið er gott og vont en mismunandi vont og gott. Nú í grámyglunni er gaman að skoða myndir með mismunandi skammdegis blæ. Eru þessir að gá til veðurs í dimmviðri?

Fuglar á grein

copy_of_img_4753.jpg

Svartir fuglar með gulan gogg hýrast á greinum trjánna með fjúk í fiðri. himininn er næstum litlaus hér en annarstaðar var veður í lofti með litbrigði í skýjunum. Hverjum finnst sinn fugl fagur hvar sem er. Mér finnst fuglarnir fegurstir á vorin en skýin eru oftast fallegri um vetur.

Ætli mörgum finnist sama og mér.

 


Einmanna

Copy of IMG_4520Ég hitti vin minn á dögunum hann var einmanna í framandi umhverfi. Hann hafði ekki símann sinn eða sjónvarp hann er einangraður í umhverfi sem hentar honum ekki. Einhver hafði fært honum páfagauk, þeir voru ornir vinir það létti vini mínum lundina. Eins og ég kynntist honum býr hann við létt lundafar  öðrum finnst það ekki en við hlæjum og grátum yfir vitleysunni. Hann þráir að komast í sinn heima bæ og hann býr yfir vonini um það.Copy of IMG_2461 Draumarnir rætast  ef gleðin og viljinn vinna saman.  Það er vont að vera eins og biðukolla  sem fýkur áður en varir en samt er hún falleg þá stund sem hún stendur. Vinur minn hefur ekki langan tíma því hann hefur staðið vaktina ótrúlega marga áratugi.

Ég vona að hann sigri. 


Gleðileg Jól

Copy of IMG_4518 Gleðileg jól með ósk um frið á jörð

Gömul og lítil hús í snjó muggunni

Copy of IMG_4556Svona eru húsin í Hveragerði enn með stromp í muggunni. Þau eru líka lítil fyrir ung grenitré til að verja þau frá snjónum og  og veita þeim yl úr hita jarðarinnar sem er býsna mikill á þessum stað.Copy (2) of IMG_4535

Sólin var lág á lofti sindraði í gluggunum

Copy of IMG_4431 Sólin var lág á lofti sindraði í gluggunum í froststillunni. Svo húmaði að og máninn steig fullur upp fyrir ReykjafjalliðCopy of Copy of IMG_4471

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

bali

Höfundur

bali
bali
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 5941   Copy
  • ...of_img_8302
  • ...of_img_8297
  • Copy of IMG 8070
  • Copy of Copy of IMG 8078

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband