vindur í stráum og sól við strönd

copy_of_img_8297.jpgcopy_of_img_8302.jpg Það var vindur í stráum og sól við við strönd.

þar voru skip að veiðum við sólarrönd. 

Vinur minn veifaði komið var kvöld.


Lauf í dyngjum

copy_of_copy_of_img_7986.jpgHaustlaufin sópast saman í dyngjur

lægðir leiða þau saman 

í föla en skarpa litadýrð

meðan birtan lofar


Lita haust

copy_of_img_7733.jpgcopy_of_img_7735.jpgHaustin eru falleg hér á fróni

þrátt fyrir rigningu og vos.

Fagrir litir birtast  í minkandi ljósi og fókusinn verður skarpur á skjön.

Blæbrigði litanna með ljósi

verður sá hvíti jafn vel snemmbúið haust

án þess að hann frjósi.

Haustin eru heillandi

í mynd

 


Blik í Perlunni

copy_of_img_7117_898970.jpgBali fór inn í Perluna og rakst þar á ljósmyndasýningu frá Blik ljósmyndaklúbbi frá Suðurlandi. Bala fannst raunverulega blik í lofti þegar hann sá um það bil 100 myndir með breytilegu ljósi Perlunnar. Birtan í myndunum og staðsetning gerir það að verkum að þær eru hver annari betri og ótrúleg fjölbrettar. Fararstjóri sem var á svæðinu með ferðamenn átti bara eitt orð til að lýsa tilfinningum sínum frábært að geta sýnt ferðamönnum landið svona fallegt.

Ferðamennirnir sögðu landið ykkar er undravert og fallegt tóku fullt af myndum af upphengdu myndunum og spurðu hvort hægt væri að kaupa þær ? Sýningin stendur uppi í 10 daga. 


Vinur við ströndina

copy_of_img_6751.jpg

Í gær hitti ég gamlan vin minn við ströndina. Þegar hann kom út úr híbýli sínu andaði hanna að sér og sagði að frelsið fælist í angan sjávarloftsins. Við fórum niður á bryggju að venju það var útfall, fuglinn synti á milli skerjanna það stirndi á sjóinn og ilmurinn varð sterkari. Æðurin synti milli þara og hleina með stálpaða unga sína og var á varðbergi vegna vargsins. Eftir góða stund á bryggjunni fórum við á annan stað þar sem við gátum horft á hafið, það heillar okkur báða enda fyrrum sjómenn.

Sá gamli fór  glaður á sinn stað


Blóm í bæ

copy_of_img_6660_871193.jpgÁ blóm í bæ skreytti fólk hús sín á mismunandi hátt. Á einum stað voru blóm sett í ljósgræna skó út á stétt. Frumlegheitin á skreytingum bæjarins voru óendanlega flott.

fífill

copy_of_img_5676.jpgFífill vorsins baðar sig í sólinni þessa daga gulur og friðsamur. Sumum finnst hann fagur og róandi öðrum finnst hann illgresi og rífa upp með rótum. Mér finnst gulur fífil fallegur stór og blómstrandi, það er liturin. stundum eru fléttaðar úr honum hálfestat og hárskraut, þá er sumarið komið. 


Spegill

speglun.jpgþó að myndin virðist á hvolfi þá er hún réttur spegill af fögru umhverfi í kyrrlátu lægi, þar sem gamall tími er í forgrunni og nýr settur inn með varúð. Hér blómstra listir gamlar og nýjar fagrar og hlýjar

Vorið í Bærum er ljúft

copy_of_img_5674.jpgVorið í Bærum er ljúft blómstrandi tré og glimrandi sól endalausir stígar að ganga á. Sókrates er orðinn gamall og þolir bara stuttar og rólegar göngur, eftir þær strika ég af stað í umhverfi þar sem er afslappandi ró.

Álftin sig ver

copy_of_copy_of_img_5416.jpgVorið er komið, kaldir litir víkja fyrir hlýju. Vatnið iðar af lífi vingjarna fugla. Para sig endur og álftin sig ver fyrir venjulegum fótum hvar sem er.

Næsta síða »

Um bloggið

bali

Höfundur

bali
bali
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 5941   Copy
  • ...of_img_8302
  • ...of_img_8297
  • Copy of IMG 8070
  • Copy of Copy of IMG 8078

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 121

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband