4.8.2008 | 14:48
Fyrir vikið þarf fólk að kveljast.
Ég hitti unga móður í gær
Hún sagði mér af baráttu hennar í vetur og sumar vegna veikinda fjölskyldunnar litlu.
Veikindin eru nær endalaus læknarnir, voru ráðþrota.
Fyrir slembilukku kemst hún af því að myglusveppur er í íbúðinni, búin að vera á fúkkalyfjum og allskyns sýklalyfjum í vetur og sumar, rándýrt dæmi.
Loks þegar læknarnir vita um ástæðu veikindanna fer fjölskyldunni að batna. Hún verður að flytja úr íbúðinni. Fjölskyldan er búin að fá hús og heilsu www.husogheilsa.is til að taka sýni og fá niðurstöður, myglusveppur það þýðir að sótthreinsa þarf húsið og húsgögn og alla hluti í íbúðinni og finna ástæðu sveppsins.
Litla fjölskyldan er í Félagsíbúðum, starfsfólkið þar tekur fyrirliggjandi rannsókn og niðurstöður ekki gildar. Þar á bæ verður Heilbrigðiseftirlitið að gera skýrslu, þeir mættu á staðinn en hafa litla sérþekkingu á svona aðstæðum og í þeirra niðurstöðum kemur fram að skipta þarf um lítinn bút af gólfdúknum. Þeir loka eyrunum fyrir sjúkrasögu síðastliðins árs og rannsóknum Hús og heilsu. Hér étur kerfið sjálft sig búið að gleyma til kvers það er og nennir ekki lengur. Heilbrigðiseftirlitið á að veita fyrirmynda þjónustu með velmenntuðu, reynsluríku, kraftmiklu, glaðlegu og jákvæðu fólki, fyrir okkur, það sama á við um Félagsbústaði.
Þetta er lítil saga um hvernig kerfi á ekki að vinna, það vantar þverfaglaga samvinnu og upplýsingar, lipurð og fyrirmynda þjónustu. Fyrir vikið þarf fólk að kveljast.
Um bloggið
bali
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 121
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.